Section
Segment

Val á vindmyllu fyrir svæði ræðst aðallega af vindafari svæða, en einnig af hagkvæmni og aðgengi svæða. Þær vindmyllur sem eru staðsettar á svæðum með háan vindstyrk eru hannaðar til að standast mikla/sterka storma og nýta betur þá orku sem fæst við háan vindstyrk en lágan.

Segment

Samkvæmt alþjóðlegum staðli er svæðum skipt í þrjá flokka, I, II og III. Í hverjum flokki er skilgreint það vindafar sem vindmylla þarf að geta framleitt orku í á líftíma hennar. Því hærri sem flokkurinn er, því lægri vindstyrk og vindhviðu er vindmyllan hönnuð fyrir.

Segment

Flokkur I

Sterkur vindur

  • Meðalvindur á ári:

     10 m/s

  • Vindhviður:

    70 m/s

Flokkur II

Meðalvindur

  • Meðalvindur á ári: 8,5 m/s
  • Vindhviður: 59,2 m/s

Flokkur III

Lítill vindur

  • Meðalvindur á ári: 7,5 m/s
  • Vindhviður:52,5 m/s
Segment

Hér að ofan er sýnt hvernig svæðin eru flokkuð eftir árs-meðalvindhraða og vindhviðum. Aðalmarkmið þessarar flokkunar er að hægt sé að fá sem mesta orku á hverju svæði fyrir sem minnstan kostnað. Vindmyllur í flokki II eru í flestum tilvikum með lengri spaða en vindmyllur í flokki I. Þetta þýðir að þær geta geta framleitt meiri orku við lægri vindhraða en þola ekki eins sterkar vindhviður.

Vindmyllur eru flokkaðar samkvæmt alþjóðlegum staðli eftir eiginleikum vinds. Mælingar á svæðinu hafa sýnt að Búrfellslundur telst til flokks I, en sá flokkur miðast við mesta vindstyrk sem vindmyllur eru framleiddar fyrir.

Segment

Aflgeta

Í dag eru vindmyllur með rúmlega 3 MW aflgetu þær aflmestu sem standast veðurskilyrði á svæðinu og fyrstu útreikningar gefa til kynna að vindmyllur með 3,0 - 3,5 MW aflgetu henti einkar vel þar.

Segment

Fjöldi vindmylla

Fjöldi vindmylla yrði á bilinu 58 (með 3,5 MW aflgetu) til 67 (með 3,0 MW aflgetu).

Section
Spila myndskeið
Segment

Stærð vindmylla

Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu verði alltaf lægri en 150 m. Til samanburðar eru rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar 77 m háar og Hallgrímskirkjuturn 74,5 m hár.

Section
Segment

Undirstöður

Undirstöður vindmylla af fyrirhugaðri stærð eru í flestum tilvikum hringlaga eða átthyrndar með þvermál allt að 25 m. Undirstöðurnar verða niðurgrafnar og aðeins allra efsti hluti þeirra verður sýnilegur. Sjá má dæmi um umfang á plönum og undirstöðum frá uppbyggingu núverandi rannsóknarvindmylla hér að neðan. Fyrirkomulag vindmylla í Búrfellslundi yrði með svipuðum hætti, en undirstöður og plön verða þó umfangsmeiri.

Steypuvinna á undirstöðu núverandi rannsóknarvindmylla.

Section
Segment

Ljósamerking vindmylla

Flugöryggisljós voru sett á rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu eftir samráð við ISAVIA. Við rekstur rannsóknarvindmyllanna og í matsferlinu hafa komið fram ábendingar um sjónræn áhrif frá flugöryggisljósum og spurningar um þörf fyrir slík ljós á þessu svæði, sérstaklega þar sem að samkvæmt reglugerð um flugreglur nr. 770/2010 er ekki leyfilegt að fljúga sjónflug neðan við 150 m hæð. Einnig eru kröfur mismunandi eftir löndum og staðsetningu vindmylla, til dæmis hvort þær eru á landi eða á sjó. Þá skiptir hæð vindmylla einnig máli auk nálægðar við flugvelli og/eða þekktar flugleiðir.

Landsvirkjun leggur til að farið verði eftir þeim viðmiðum sem tíðkast í Skotlandi og Bretlandi, að vindmyllur undir 150 m hæð, í a.m.k. 15 km fjarlægð frá flugvöllum og meginflugleiðum verði ekki merktar sérstaklega með flugöryggisljósum. Slík útfærsla er talin fullnægjandi með tilliti til flugöryggis. Með því að hafa ekki flugöryggisljós á vindmyllunum er komið til móts við ábendingar um sjónræn áhrif ljósanna þegar tekur að rökkva. Komi til þess að krafist verði uppsetningar flugöryggisljósa leggur Landsvirkjun áherslu á að ljós verði ekki á öllum vindmyllum, heldur einungis í jöðrunum. Sjónrænum áhrifum slíkrar útfærslu yrði þannig haldið í lágmarki.

Section
Segment

Líftími vindmylla

Almennt er reiknað með að líftími vindmylla sé 25 ár. Undir lok þess tímabils þarf að taka ákvörðun um hvort hætt verði vinnslu í vindlundinum og niðurrif hefjist, vindmyllum verði skipt út eða þær endurbyggðar. Gert er ráð fyrir að áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi nýtingu fyrirhugaðs Búrfellslundar, eftir að líftíma hans lýkur, verði unnið að leyfismálum í samræmi við skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 3.1 er fjallað nánar um vindmyllur.

Matsskýrsla

186 MB PDF