Section
Segment

Við ákvörðun á hæð og uppröðun á vindmyllum er leitast við að hámarka árlega orkuvinnslu fyrir vindlundinn í heild. Það er gert með því að taka mið af áhrifum vindmylla á hverja aðra, en margar vindmyllur í þyrpingu valda því að ókyrrð eykst innan vindlundarins. Umfang slíkra áhrifa ræðst m.a. af vindátt, vindhraða, stærð spaða og vegalengdar milli vindmylla. Hver vindmylla er því staðsett með það í huga að lágmarka iðutöp (e. wake losses) innan vindlundarins.

Vindmyllurnar eru staðsettar þannig að ef svo ólíklega vill til að þær falli, eiga þær ekki að skemma vegi né línur. Helgunarsvæði þetta kallar þó ekki á takmarkanir á annarri landnotkun, s.s. landgræðslu.

Section
Segment

Fyrirkomulag innan vindlundar

Lögð er áhersla á að hefja ferli mats á umhverfisáhrifum eins snemma og hægt er í undirbúningsferlinu, meðal annars til þess að hægt sé að nýta ábendingar sem koma fram í ferlinu við útfærslu vindlundarsins.
Af þeim sökum liggur ekki fyrir nákvæm staðsetning hverrar vindmyllu innan hverrar tillögu. Staðsetning vegslóða og safnstöðva ræðst síðan af endanlegri staðsetningu vindmylla.

Við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er gert ráð fyrir að allt svæðið verði tekið undir framkvæmdir en hvernig innra skipulag verður innan svæðis mun ekki liggja fyrir fyrr en á síðari stigum verkefnisins. Endanleg staðsetning ræðst meðal annars af gerð þeirrar vindmyllu sem verður sett upp og eftir að samstarf er hafið á milli framleiðenda og rekstraraðila, byggt á nánari rannsóknum innan þess svæðis.

Section
Segment

Vegir og kranaplön

Leggja þarf aðkomuveg og útbúa um 1.200 m2 kranaplan við hverja vindmyllu. Gert er ráð fyrir að lega Landvegar (26) muni halda sér eins og hún er. Frá Landvegi verði svo lagðir vegir að vindmyllunum með lágmarks fjölda af tengingum. Fyrir tillögur 1 og 3 er sá möguleiki til staðar í samráði við sveitarfélagið og Vegagerðina að útbúa nýjan veg fyrir almenna umferð sem yrði lagður suður fyrir vindmyllurnar til að ekki verði ekið í gegnum lundinn og þannig dregið úr sjónrænum áhrifum hans frá veginum eins og kostur er.

Myndin sýnir núverandi rannsóknarvindmyllur, en sjá má hvernig vegagerð er háttað og umfang undirstaðna og kranaplana. Frágangur verður með svipuðum hætti í fyrirhuguðum Búrfellslundi.

Section
Segment

Uppbygging vindlundar

Hraði uppbyggingar fylgir eftirspurn eftir raforku og framkvæmanleika. Staðsetning mun ráðast af því hvar bestu aðstæður eru til orkuvinnslu miðað við þær vindmyllur sem verða fyrir valinu, umfangi vegagerðar ásamt því sem hugað verður að áhrifum á ásýnd.

Útfærsla vindlundarins verður unnin í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag og leyfisveitendur. Í deiliskipulagi verður innra skipulag lundarins útfært, byggt á nánari rannsóknum, tegund vindmylla og niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum. Í deiliskipulagi er gerð grein fyrir áhrifum á umhverfi og verður þá m.a. hægt að sýna áhrif á ásýnd miðað við nánari útfærslu.

Section
Segment

Mannaflaþörf

Uppbygging Búrfellslundar kallar á sérhæft vinnuafl við uppsetningu vindmylla ásamt almennum jarðvinnuverktökum við vegagerð og aðstöðusköpun. Einnig verða störf við uppbyggingu aðstöðu fyrir verktaka. Reiknað er með að heildarfjöldi ársverka á framkvæmdatíma verði um 200. Til samanburðar voru ársverk við Búðarhálsvirkjun (95 MW vatnsaflsvirkjun) um 800. Reiknað er með alls um 6 störfum tæknimanna á rekstrartíma vindmylla.

Section
Segment

Flutningur að og frá svæði

Allur búnaður verður fluttur með skipum til hafnar á suðvesturhorni landsins, væntanlega á höfuðborgarsvæðinu eða Þorlákshöfn og þaðan með sérbúnum flutningabílum á fyrirhugað framkvæmdasvæði. Framkvæmdasvæðið er aðgengilegt á bundnu slitlagi eftir þjóðvegakerfi landsins. Vegalengd frá höfuðborgarsvæðinu er um 130 km og frá Þorlákshöfn um 95 km. Við flutning á búnaði verður reynt að lágmarka áhrif á aðra umferð.

Section
Segment

Safnkerfi raforkuvinnslu

Gert er ráð fyrir að safna raforku frá vindmyllunum með jarðstrengjum sem liggja að safnstöðvum. Jarðstrengir verða lagðir í jörðu í vegaxlir. Ein möguleg útfærsla væri að reisa tvær safnstöðvar sem hvor um sig tæki við um 100 MW. Við hvora safnstöð yrði aflspennir til að hækka safnspennuna áður en tengt er við flutningskerfi Landsnets.

Section
Segment

Efnisnámur

Gerð hefur verið athugun á mögulegum efnistökustöðum fyrir framkvæmdir í Búrfellslundi, fyrir efni í vegi og plön og íblöndunarefni fyrir steinsteypu. Námurnar sem skoðaðar voru hafa verið notaðar af Vegagerðinni og Landsvirkjun í gegnum tíðina. Landmótun og frágangur á efnistökustöðum verður í samræmi við 2.mgr. 13.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 um framkvæmdaleyfi.

 • Guðmyndareyri_resize.jpg
  Fyrirhugað námusvæði á Guðmundareyri.
 • R-R_resize.jpg
  Náma sem merkt er R-R náma á korti í norðausturhorni afmörkunar tillögu 2. Náman er í hvarfi frá Þjórsárdalsvegi.
 • Bjarnalón_resize.jpg
  Emil Þór
  Horft að námu merktri Bjarnarlón á korti. Flatt vikur-, malarsvæði (ljóst) norðan Búrfells.
 • Frárennslisskurður_resize.jpg
  Emil Þór
  Efnistökusvæði við frárennsliskurð Sultartangavirkjunar. Horft úr lofti til norðausturs. Efnistökusvæðið fylgir Þjórsárdalsvegi (fyrir miðri mynd) frá vindmyllum að Sultartangavirkjun.
 • Jökulruðningur_resize.jpg
  Náma sem merkt er jökulruðningur á korti við Þjórsárdalsveg, rétt utan afmörkunar tillögu 2 á norðaustursvæði. Náman sést frá veginum.
 • Vaðalda_resize.jpg
  Náma sem merkt er Vaðalda á korti, staðsett í norðurhluta tilögu 2.
Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 3.2 er fjallað nánar um fyrirkomulag.

Matsskýrsla

186 MB PDF