Section
Segment

Framkvæmdasvæðið er ofan Búrfells í um 200 - 300 metra hæð yfir sjávarmáli, bæði á hraun- og sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar eru staðsettar. Svæðið er einsleitt og lítið er um hæðarbreytingar.

Segment

Grunnástand

Landsvirkjun rekur nú þegar sex vatnsaflsvirkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar með taldar Sultartangavirkjun og Búrfellsvirkjun ásamt tilheyrandi flutningsmannvirkjum, vegum, vatnsfarvegum, lónum og stíflumannvirkjum. Á svæðinu hefur verið stunduð orkuvinnsla frá árinu 1969 og hefur svæðinu því verið raskað. Vikurvinnsla hefur verið stunduð á Hekluhafi frá 1969 og er námusvæðið um 140 hektarar. Unnið hefur verið að landgræðslu á og í nágrenni svæðisins.

Section

Horft yfir fyrirhugaðan Búrfellslund til norðausturs. Fyrir miðri mynd eru rannsóknarvindmyllurnar, Bjarnalón, frárennslisskurður Sultartangavirkjunar og Ísakot. Sultartangalón er efst á myndinni.

Section
Segment

Veðurmælingar

Veðurmælingar, sem fram hafa farið í Ísakoti í tæplega 250 metra hæð yfir sjávarmáli frá árinu 1993, sýna að á svæðinu er ríkjandi norðaustanátt. Vindurinn streymir ofan af hálendinu og magnast upp í eins konar trekt á milli Næfurholtsfjalla og Búrfells.

 • DSC_8345_small.jpg
  Horft yfir fyrirhugaðan Búrfellslund til norðausturs. Fyrir miðri mynd eru rannsóknarvindmyllurnar, Bjarnalón, frárennslisskurður Sultartangavirkjunar og Ísakot. Sultartangalón er efst á myndinni.
 • DSC_8371_small.jpg
  Horft yfir hluta svæðis til norðvesturs. Landvegur fyrir miðri mynd og landgræðslusvæði.
 • 65_Landvegur-7867-6_small.jpg
  Horft til austurs af Landvegi í átt að Valafelli.
 • 65_Landvegur-7878-17_small.jpg
  Horft til suðvesturs af Landvegi í átt að Búrfelli. Sjá má glitta í rannsóknarvindmyllurnar hægra megin á myndinni.
 • G0040289.JPG
  Mynd úr lofti við Sultartangavirkjun. Hekla fyrir miðju, Valafell vinstra megin og Búrfell í jaðri myndar til hægri.
Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 2. er fjallað nánar um staðhætti.

Matsskýrsla

186 MB PDF