Section
Segment

Þrjár samþykktar skipulagsáætlanir liggja fyrir, Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015, Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010 - 2022 og Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004 - 2016.

Section
Segment

Landnotkun á framkvæmdasvæði

Skilgreind nýting á framkvæmdasvæðinu samkvæmt svæðisskipulagi er mannvirkjabelti og landgræðslusvæði. Í aðalskipulagsáætlunum er fyrirhugað framkvæmdasvæði að hluta til skilgreint sem iðnaðarsvæði, opið svæði, hverfisvernd og óbyggt svæði. Einnig eru skilgreindar ferðaleiðir innan fyrirhugaðs lundar. Gera þarf breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar.

Section
Segment
Segment

Landnotkun

Yfirlitskort

Skilgreind landnotkun á framkvæmdasvæðinu og nágrenni samkvæmt svæðis- og aðalskipulagi.

Section
Segment

Tvær rammaskipulagsáætlanir sem hafa með nýtingu svæðisins að gera með tilliti til samgangna, útivistar og ferðaþjónustu hafa verið samþykktar af viðkomandi sveitarfélögum. Suðurhálendið – Rammaskipulag fyrir Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhrepp og svo Þjórsárdalur - Rammaskipulag fyrir útivist og ferðaþjónustu. Áform um Búrfellslund koma ekki til með að hafa bein áhrif á þessa stefnumörkun.

Section
Segment
Segment

Ferðaleiðir

Yfirlitskort

Helstu ferðaleiðir í svæðinu samkvæmt aðal- og rammaskipulagsáætlunum.

Section
Segment

Verndarákvæði

Ýmis verndarákvæði eiga við um næsta nágrenni framkvæmdasvæðis, en það eina sem nær inn á framkvæmdasvæði (tillögu 1 og 3) er hverfisverndarsvæði, skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Heildarsvæðið sem hverfisverndin nær til er 183,8 km2 að stærð og nær upp að Krókslóni. Sá hluti tilllögu 1 sem yrði innan hverfisverndar er um 18,7 km2 af heildarsvæðinu en tillaga 3 er um 9,4 km2 af heildarsvæðinu. Svæði á náttúruminjaskrá eru í Þjórsárdal og suður af Búrfellslundi, kennd við Heklu annars vegar og Emstrur og Fjallabak hins vegar. Austan við Heklu er svo friðland að Fjallabaki, sem er friðlýst svæði. Í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015  eru skilgreind náttúruverndarsvæði yfir mikilvægustu og merkustu náttúruminjar hálendisins.

Uppbygging í fyrirhuguðum Búrfellslundi er utan skilgreindra svæða á náttúruminjaskrá og náttúruverndarsvæða í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015.

Segment
Segment

Verndarsvæði

Yfirlitskort

Verndarsvæði samkvæmt gildandi skipulagsáætlunum og náttúruminjaskrá.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 4. er fjallað nánar um skipulag og vernd.

Matsskýrsla

186 MB PDF