Section
Segment

Fyrirhugaður Búrfellslundur er á jarðfræðilega virku svæði þar sem hætta er á atburðum sem gætu valdið truflun á rekstri eða skemmdum á mannvirkjum. Í því samhengi er horft til mögulegra eldgosa með tilheyrandi hraunstraumi og ösku- og vikurfalli auk mögulegrar jarðskjálftahættu á svæðinu. Talið er ólíklegt að aska og gjóska hafi áhrif á burðarvirki vindmyllanna en gætu haft einhver áhrif á rekstur þeirra.

Section
Segment

Jarðhræringar

Svæðið er staðsett nálægt þekktum jarðskjálftasvæðum á Suðurlandi. Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði vinnur að mælingum og skilgreiningum á jarðskjálftaálagi á svæðinu og verður tekið mið af niðurstöðunum við hönnun Búrfellslundar.

Section
Segment

Dreifing gjósku

Dreifing gjósku frá Heklu, byggt á 18 síðustu Heklugosum. Fyrirhugaður Búrfellslundur er innan 44% líkindasvæðisins.

Section
Segment

Flóð

Flóð geta einnig komið í Þjórsá en á heildina litið eru flóð ekki talin vera takmarkandi þáttur fyrir verkefnið, hvorki á framkvæmda- né rekstrartíma.

Section
Segment

Ísing og ískast

Við ákveðin veðurskilyrði getur ísing myndast á vindmyllu og spöðum hennar. Ísing getur fallið beint niður af vindmyllum en einnig kastast af þegar spaðarnir snúast. Slíkur atburður kallast ískast. Kastlengd og stefna ískasts er háð vindhraða og vindátt.

Til skoðunar er hvort þörf verði á afísingarbúnaði á vindmyllur. Slíkur búnaður notar heitt loft eða rafmagn til að koma í veg fyrir að ís myndist á spöðunum eða til að fjarlægja ís sem hefur hlaðist upp. Ákvörðun um þörf á slíkum búnaði verður byggð á niðurstöðum mælinga og líkana.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 5. er fjallað nánar um náttúruvá.

Matsskýrsla

186 MB PDF

Volcanic hazards

2,0 MB PDF