Section
Segment

Engar friðlýstar fornleifar eru í nágrenni Búrfellslundar. Fornleifafræðistofan kannaði ýmsar heimildir, svo sem einstaka fornleifaskrár og örnefnaskrár. Þá var allt svæðið kannað á vettvangi. Áður hafði hluti þess verið kannaður í tengslum við vegagerð en þá fundust engar fornleifar.

Section
Segment

Fornleifaskráning

Alls voru 8 minjar skráðar í tengslum við vettvangskönnun og eru 5 taldar eldri en frá árinu 1900 og uppfylla því skilyrði um að vera fornleifar

Samkvæmt lögum nr. 80/2012, um menningarminjar eru allar fornleifar friðaðar og sumar friðlýstar.

Engar friðlýstar fornleifar eru í nágrenni Búrfellslundar. Við vettvangskönnun voru átta fornleifar skráðar. Ein er á mörkum fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis en hinar eru rétt utan við fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Þrjár vörður (nr. 65, 66 og 67) sem fundust eru taldar vera frá 20. öld, líklega yngri en 100 ára og því ekki fornleifar samkvæmt laganna hljóðan. Vörðurnar hafa því mjög lágt minja- og varðveislugildi.

Aðrar minjar eru taldar vera eldri en frá árinu 1900 og uppfylla því skilyrði um að vera fornleifar. Varða (nr. 71) við ferjustaðinn (nr. 68) hefur líklega varðað hann og er þá væntanlega jafn gömul og ferjustaðurinn eða því sem næst. Á þessum stað ferjuðu bændur fé yfir Tungnaá. Árið 1964 var kláfur byggður yfir ána. Nákvæm staðsetning á vaðinu (nr. 70) liggur ekki fyrir þar sem svæðið er raskað vegna varnargarða.

Örnefni á borð við Hólaskóg og Árskóga benda til þess að þar hafi verið skógar fyrir gosið mikla í Heklu árið 1104 sem færði svæðið á kaf í vikur. Sé þetta rétt má búast við því að á svæðinu hafi verið gert til kola og að kolagrafirnar hafi hafnað undir vikri. Þessar kolagrafir eru líklega mun sunnar og austar en það svæði sem kannað var. Þær hafa líklega verið í lægðum á milli hóla og því ólíklegt að finna þær í dag. Sá möguleiki er þó til staðar að kolagrafir hafi verið í lægðum á könnunarsvæðinu og má hafa það í huga þegar grafið verður fyrir undirstöðum einstakra vindmylla. Slíkar grafir eru um 1 - 2 m í þvermál og samanstanda af þéttum kolasalla.

Section
Segment

Yfirlitskort

Fornleifar sem fundust við fornleifaathugun.

  Áningarstaðir   
Fornleifar
Virkjanir

Section
Segment

Áhrif á fornleifar

Vörður nr. 65 og 67 eru utan svæðis en varða nr. 66 er á mörkum tillögu 1. Vörðurnar þrjár hafa mjög lágt minja- og varðveislugildi.

Fornleifar nr. 68 - 71 eru við norðurjaðar tillögu 2 en ná ekki inn fyrir mörkin. Við hönnun og framkvæmdir verður gætt að því að minjunum verði ekki raskað en þær hafa varðveislugildi vegna aldurs og eru friðaðar samkvæmt lögum.

Engar fornleifar eru innan marka tillögu 3. 

Með tilliti til framangreinds eru áhrif á fornleifar talin verða óveruleg, óháð því hvaða tillaga yrði fyrir valinu. 

Section
Segment

Mótvægisaðgerðir

Miðað við staðsetningu fornleifa sem fundust verður komist hjá raski á fornleifum, sama hvaða tillaga verður fyrir valinu. Ekki er því ástæða til sérstakra mótvægisaðgerða gagnvart áhrifum á fornleifar.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar auk viðauka við matsskýrslu.

Í kafla 7.8 er fjallað nánar um fornleifar.

Matsskýrsla

186 MB PDF

Fornleifar

2,5 MB PDF