Section
Segment

Svæði fyrirhugaðs Búrfellslundar einkennist af sandorpnu hrauni. Svæðið telst vera nokkuð einsleitt og lítið er um hæðarbreytingar innan þess, en það er um leið talið mjög hentugt til nýtingar vindorku. Landslagið er opið og vítt með fjallasýn á flesta vegu, en þó draga fjallgarðar úr ásýnd til norðausturs og suðvesturs. Nær- og fjærumhverfi svæðisins er nú þegar raskað af núverandi orkuvinnslu og ber svæðið töluverð merki þess.

Section
Segment

Sjónræn áhrif

Áhrifin eru metin út frá sýnileikakortum, en það eru kort þar sem mögulegur sýnileiki hverrar vindmyllu er merktur á korti út frá spaða í hæstu stöðu. Ekki er tekið tillit til gróðurs eða veðurfars sem getur haft mikil áhrif á sýnileika. Sömuleiðis segja kortin ekkert til um eðli sýnileikans.

Mat á umhverfisáhrifum byggir á vindmyllum sem eru 149 m háar, miðað við spaða í efstu stöðu og að vinnslugeta sé um 3,2 MW. Fyrir 200 MW vindlund gerir það alls 63 vindmyllur. Til að leggja mat á hámarksáhrif fyrirhugaðs vindlundar er byggt á mestu dreifingu vindmylla innan svæðis og að vindmyllum sé dreift jafnt um svæðin þannig að myllur eru við alla jaðra svæðanna / ystu mörk.

Sjónræn áhrif lægri og hærri vindmylla voru einnig skoðuð og var gerð greining á sýnileika vindmylla fyrir 129 m, 139 m, 149 m, 159 m, og 169 m háar vindmyllur. Samkvæmt niðurstöðum minnka sýnileg svæði einungis um 0,7% af áhrifasvæði við hverja 10 m lækkun á hæstu hæð.

Section
Segment

Fjöldi sýnilegra vindmylla

Yfirlitskort

Skyggða svæðið á kortinu sýnir fjölda sjáanlegra vindmylla á svæðinu. Hægt er að smella á kortið til að ferðast á milli áningarstaða.

  Áningarstaðir   
Virkjanir
Section
Segment

Áhrif á ásýnd

Sjónræn áhrif vindmylla eru bein, neikvæð en afturkræf þar sem unnt er að taka vindmyllur niður eftir að líftíma þeirra er lokið. Á líftíma sínum verða vindmyllurnar áberandi í umhverfinu í allt að 5 km fjarlægð en þó með undantekningum. Í um 5 -10 km fjarlægð eru nokkur svæði þar sem vindlundurinn verður áberandi en innan þess beltis eru svæði þar sem ekki sést til hans vegna landslags. Í 10 km fjarlægð og lengra eru stór svæði þar sem vindlundurinn er ekki sjáanlegur.  Vindmyllurnar munu eðli málsins samkvæmt sjást á hæðum og fjöllum innan þeirrar fjarlægðar sem talið er mögulegt að sjá þær og á þetta við um allar tillögurnar. Hér skal tekið fram að í þessari umfjöllun er miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp vegna sýnileikakorta í viðauka 1. Kortin eru sýnd út frá augnhæð áhorfanda þar sem fræðilegur sýnileiki vindmyllu með spaða í hæstu stöðu er teiknaður á kort. Með þessari aðferð er hægt að sjá hvernig landslag hefur áhrif þar sem hólar, hæðir og aðrar misfellur í landslagi geta dregið úr sjónrænum áhrifum.

Nokkuð afgerandi sýnileiki er í norðausturátt frá vindlundinum í átt að núverandi virkjunarsvæðum Landsvirkjunar á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. Í suðvesturátt er sýnileiki einnig áberandi en þar fækkar sjáanlegum vindmyllum mikið. Athygli vekur hve lítið eða nánast ekkert sést til vindlundarins suðaustur af svæðinu, í áttina að Landmannalaugum og nágrenni. Á það við um allar tillögurnar. Hins vegar verða allar tillögur áberandi á svæðinu í kringum norðurhlíð Heklu þaðan sem fjöldi vindmylla sést.

Heildarniðurstaða eftir fjarlægðum og sýnileikakortunum:

Fjarlægð 0 - 5 km

Vindmyllurnar eru áberandi og ráðandi í landslaginu. Einstaka svæði eru í „skjóli“ þar sem vindmyllurnar sjást ekki. Áhrif að jafnaði verulega neikvæð.

Fjarlægð 5 – 10 km

Vindmyllur eru áberandi þar sem til þeirra sést en hér fara áhrifin að taka meira mið af veðurfars- og birtuskilyrðum auk árstíða. Á nokkuð stórum svæðum sjást fleiri en 40 vindmyllur. Á þeim svæðum þar sem sést til vindmyllanna verða áhrifin talsvert neikvæð.

Fjarlægð 10 – 25 km

Hér sést til vindmyllanna frá nokkrum afmörkuðum svæðum efst á hæðum og fjöllum austan Þjórsár en einnig við núverandi virkjunarsvæði Landsvirkjunar á Búðarhálssvæðinu, við Hraunaeyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Sýnileiki verður alfarið háður veður- og birtuskilyrðum. Mest áberandi í þessari fjarlægð er þó svæði við Heklu. Hér verða um að ræða nokkuð neikvæð áhrif.

Óveruleg áhrif > 25 km

Fjarlægð frá vindmyllum er það mikil að sjónræn áhrif eru metin óveruleg þó svo að vindmyllurnar sjáist í lengri fjarlægð við góð skilyrði. Sýnileiki eftir 20 – 25 km er þó orðinn slíkur að vindmyllurnar eru engan veginn ráðandi né teljast þær vera áberandi auk þess sem ákveðnar veðurfarsaðstæður og skyggni verða að vera fyrir hendi.

Section
Segment

Ferðaleiðir

Ferðaleiðir (gönguleiðir, reiðleiðir, hjólaleiðir) vestan og norðan Búrfells eru að hluta til um svæði þar sem núverandi háspennulínur frá virkjunarsvæðum liggja en ferðaleiðir austan Búrfells liggja að mestu utan þessara mannvirkjabelta. Niðurstöður sýna að á ferðaleiðum sem eru innan 5 km fjarlægðar frá vindlundinum (allar tillögurnar) verða sjónræn áhrif mikil og áhrifin því verulega neikvæð. Á þetta við um ferðaleiðir inn í Áfangagil og áleiðis að Heklu og Dómadalsleið. Leiðin um Dómadal fellur hins vegar tiltölulega fljótt utan sýnileika vindlundarins en helst áfram áberandi upp að Heklurótum. Á öðrum leiðum verður vindlundurinn minna áberandi.

Section
Segment

Áningarstaðir

Við áningarstaðina sem teknir voru til umfjöllunar verður vindlundurinn (allar tillögur) áberandi við staði eins og Áfangagil, Hólaskóg og Stöng og verða áhrifin þar verulega neikvæð. Aðrir staðir fá vægari einkunn vegna sýnileika. Nokkrir áfangastaðir innan 20 km fjarlægðar eins og skáli í Hallarmúla, Helgaskáli og svæðið við Landmannahelli eru utan við sýnileika vindlundarins.

 

Section
Section
Segment

Mótvægisaðgerðir og vöktun

Vindmyllur eru í eðli sínu stór mannvirki og möguleikar til mótvægisaðgerða vegna sjónrænna áhrifa að nokkru leyti takmarkaðir. Mögulegt er að raða vindmyllunum á marga mismunandi vegu þótt skilvirkni í orkuvinnslu sé alltaf í fyrirrúmi. Sjónrænt jafnvægi næst best ef hægt er að raða vindmyllum á einfaldan hátt. Ef aðeins er um nokkrar vindmyllur að ræða er þeim yfirleitt raðað í eina röð en ef vindlundurinn er stór er þeim raðað eftir rúðuneti með ákveðinni lágmarksfjarlægð á milli vindmylla, þannig að þær hafi sem minnst áhrif á orkuvinnslu hverrar annarrar. Út frá þessari byrjunarreglu er svo hægt að hliðra þeim til með tilliti til hæðarlína, lífríkis, sjónrænna áhrifa eða annarra þátta. Við þetta er stuðst við hönnun Búrfellslundar. Miðað er við að vindmyllurnar verði skýjagráar og verður gljástigi haldið í algjöru lágmarki. Þannig falla þær sem best inn í umhverfið á öllum árstímum og þar sem þær ber við himin.

Hvað varðar aðrar mótvægisaðgerðir skal bent á þær kröfur sem Landsvirkjun gerir til verktaka og annarra sem vinna að ýmsum framkvæmdum á vegum fyrirtækisins og umhverfismálum þeim tengdum. Í þessum kröfum er meðal annars kveðið á um umgengni og frágang meðan á framkvæmdum stendur og eftir að þeim lýkur.

Auk þess kemur til greina fyrir tillögu 1 og 3 að færa Landveg (26) suður fyrir Búrfellslund þannig að ásýnd að Heklu yrði án truflunar frá veginum.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar auk viðauka við matsskýrslu.

Í kafla 7.1 er fjallað nánar um ásýnd.

Matsskýrsla

186 MB PDF

Sjónræn áhrif

328,3 MB PDF