Section
Segment

Náttúrufræðistofnun Íslands vann gróðurúttekt á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði vegna mats á umhverfisáhrifum (sjá viðauka 5). Úttektin byggir á nýju gróðurkorti af miðhálendi Íslands.

Section
Segment

Gróðurþekja og gróið land

Heildarsvæðið sem skoðað var, sunnan við Sultartangalón, er alls 4.166 km2. Innan þess eru allar tillögur að afmörkun Búrfellslundar samtals um 65 km2. Megnið af því svæði sem tillögurnar afmarka er lítt eða ógróið land eða um 48 km2 að flatarmáli þeirra (75%). Um 96% af því svæði eru náttúrulegar landgerðir og 4% manngerðar landgerðir. Vikrar og hraun hafa langmesta útbreiðslu af lítt grónu landi eða um 43 km2 til samans. Allt vatn innan svæðisins er hluti af Þjórsá, rétt rúmlega 2 km2.

Tæplega fjórðungur fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, eða um 14 km2, er gróið land (yfir 10% gróðurþekja). Gróðurþekjan er nokkuð gisin, en stærsti hluti gróna landsins er uppgræðsla sem samanstendur af melgresi, öðru grasfræi og alaskalúpínu. Samtals þekja þessi gróðurfélög 50% af grónu landi og er það fyrst og fremst melgresi. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands er gróður að stórum hluta manngerður og engin náttúrufarslega verðmæt gróðurfélög á héraðs- eða landsvísu finnast á svæðinu utan birkikjarrs sem óx lengst af einangrað í Klofaey úti í Þjórsá.

Section
Segment

Gróðurþekja

Flatarmál og hlutfall gróðurþekjuflokka og vatns í fyrirhuguðum Búrfellslundi sem afmarkast af tillögum 1, 2 og 3.

Við gróðurkortlagningu telst algróið land þar sem gróðurþekja er yfir 90% og allt land með yfir 10% gróðurþekju telst gróið.


Heildarstærð

Rannsóknarsvæði

76,9

Section
Segment

Gróðurþekja í Búrfellslundi er hlutfallslega minni í samanburði við heildarsvæðið sem skoðað var. Á heildarsvæðinu er mosagróður einkennandi og votlendi aðeins 3% af því, en það kemur ekki fyrir í Búrfellslundi. Í Búrfellslundi einkennist gróðurfar af aðkomu mannsins. Hvað varðar lítt og ógróið land þá einkenna vikrar og hraun Búrfellslund en melar heildarsvæðið.

Section
Section
Segment

Gróðurkort

Yfirlitskort

Gróðurlendakort af svæðinu sem afmarkast af tillögum 1 - 3 fyrir Búrfellslund. (Náttúrufræðistofnun Íslands). Dökkgrænn litur gefur til kynna umfang birkilunda innan Hekluskógaverkefnis.

Section
Segment

Áhrif á gróður

Megnið af því svæði sem ætlað er undir fyrirhugaðar vindmyllur er lítt gróið eða ógróið. Votlendi er áberandi í verndarákvæðum með tilliti til gróðurs. Ekkert votlendi kemur til með að fara forgörðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands eru engin náttúrufarslega verðmæt gróðurfélög sem munu raskast vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Vegna tillögu 1 er það helst melgresi sem gæti raskast en vegna tillögu 2 og 3 má sjá graslendi og mosagróður á fáeinum svæðum, en þó minna vegna tillögu 3. Mest rask verður á uppgræddum birkilundum frá Hekluskógum vegna tillögu 2.

Innan Búrfellslundar, hvaða tillaga sem verður fyrir valinu, verður gróður fyrir beinum neikvæðum áhrifum vegna rasks og verða áhrifin varanleg.

Engin náttúrufarslega verðmæt gróðurfélög á héraðs- eða landsvísu finnast á svæðinu utan birkikjarrs sem óx lengst af einangrað í Klofaey úti í Þjórsá. Því verður ekki raskað.

Með tilliti til framangreinds er talið að fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa Óveruleg áhrif á gróður.

Vegna tillögu 1 er það helst melgresi sem gæti raskast en vegna tillögu 2 og 3 verður graslendi og mosagróður á fáeinum svæðum fyrir áhrifum, en þó minna vegna tillögu 3. Umfang áhrifa á gróður er ekki þess eðlis að mikill munur sé á tillögunum, en mestur náttúrulegur gróður myndi raskast með tillögu 2 og einnig mesta uppgræðslusvæði birkiskóga á vegum Hekluskóga.

Section
Segment

Mótvægisaðgerðir

Með tilliti til umhverfisáhrifa er ekki talin þörf á að hnika myllunum til frá gróðursvæðum við endanlega útfærslu Búrfellslundar. Huga þarf að því að leggja vegslóðir þannig að þær liggi sem mest á gróðurlitlum svæðum.

Horft verður til þess að nýta svarðlag þar sem raska þarf gróðri í frágang.

Landsvirkjun gerir eftirfarandi kröfur um frágang og umgengni sem miða að því að lágmarka rask og draga úr áhrifum á gróður:

  • Allt jarðrask utan framkvæmdasvæðis er óleyfilegt.
  • Forðast skal óþarfa jarðrask innan leyfilegs framkvæmdasvæðis. Akstur utan vega er óheimill.
  • Losun á olíu og olíuefnum í vatn, grunnvatn og jarðveg er bönnuð.
  • Tryggja skal snyrtilega umgengni um framkvæmdasvæðið á framkvæmdatíma.

Farið verður að þessum kröfum í þessu verkefni sem og öðrum verkefnum á vegum Landsvirkjunar. Í umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar er haldið utan um eftirlit með framkvæmdum og að áhrif á umhverfi séu vöktuð í samræmi við niðurstöður mats á umhverfisáhrifum, skilyrði sem sett eru í leyfi og í samræmi við kröfur Landsvirkjunar.

Tillögurnar eru að mestu innan skilgreinds landgræðslusvæðis samkvæmt Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015. Landsvirkjun leggur áherslu á áframhaldandi landgræðslu á svæðinu í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Hekluskóga.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar auk viðauka við matsskýrslu.

Í kafla 7.5 er fjallað nánar um gróður.

Matsskýrsla

186 MB PDF

Gróðurfar

15,9 MB PDF