Section
Segment

Fyrirhugaður Búrfellslundur er í jaðri hálendis Íslands. Í spurningakönnun sem gerð var á meðal íbúa á svæðinu var meðal annars spurt um hvað menn teldu helstu einkenni landslags á svæðinu norðan og austan við Búrfell (sjá viðauka 7). Flestir töldu einkenni svæðisins vera sanda, auðnir og hraun og taldi fimmtungur þátttakenda þessa ásýnd fallega. Margir nefndu einnig fjallasýn og víðáttu, gróðurleysi og hrjóstrugt landslag en um 10% töldu Heklu vera einkennandi fyrir svæðið.

Section
Segment

Landslagsheildir

Unnin var sérstök landslagsgreining vegna mats á umhverfisáhrifum Búrfellslundar (viðauki 2). Við greiningu svæðisins í svokallaðar landslagsheildir var stuðst við eftirfarandi þætti sem mynda það landslag sem skoðað er hverju sinni:

  • Jarðfræði
  • Gróðurfar
  • Vatnafar
  • Landnotkun og menningarlandslag
  • Landform og sjónrænar afmarkanir
Section
Section
Segment

Stærð og lögun landslagsheildanna ræðst af því hvaða ofangreindir þættir eru ráðandi. Samspil ákveðinna þátta er líka mikilvægt, t.d. ræður berggrunnur miklu um hvaða gróður þrífst á viðkomandi svæði. Afmörkun hverrar heildar stjórnast að miklu leyti af landformum, þeirri umgjörð sem lokar á frekari sýn áhorfandans. Þetta geta til að mynda verið fjallgarðar, hólar eða hryggir. Einnig geta skörp skil á t.d. gróðri greint á milli heilda. Mörk landslagsheilda eru í fæstum tilfellum mjög greinileg. Þrátt fyrir það eru þessi mörk táknuð með línu á korti hér að neðan til einföldunar. Gildi hverrar landslagsheildar er svo fengið með því að greina og leggja saman eftirfarandi þætti:

  • Óbyggð víðerni (eru óbyggð víðerni innan heildar?).
  • Útivist (eru heildir nýttar til útivistar?).
  • Vernd (eru verndarsvæði innan heildarinnar?).
  • Stærri mannvirki (eru stærri mannvirki innan heildarinnar?).

Alls voru greindar 12 landslagsheildir þar sem talið er að Búrfellslundur geti haft áhrif á landslag. Hverri heild er gefið nafn með vísun í örnefni innan viðkomandi heildar. Stærð hverrar landslagsheildar er frá 70 km2 til 384 km2 en heildirnar þekja samtals um 2.300 km2.

Section
Section
Segment

Gildi landslagsheilda

Yfirlitskort

Skyggða svæðið á kortinu sýnir þær landslagsheildir sem afmarkaðar voru ásamt gildi þeirra. Hér að neðan er samantekt á gildiseinkunn fyrir hverja heild fyrir sig, sbr. umfjöllun að framan og upplýsingar í viðauka 2.

Section
Segment

Hátt gildi

Friðland að Fjallabaki

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Nokkuð neikvæð

Hekla

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Talsvert neikvæð

Vatnafjöll

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Nokkuð neikvæð

Nokkuð hátt gildi

Fossheiði

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Nokkuð neikvæð

Heljarkinn

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Nokkuð neikvæð

Valagjá

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Engin áhrif

Þjórsárdalur

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Nokkuð neikvæð

Nokkuð lágt gildi

Búðarháls

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Óveruleg

Núpur

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Óveruleg

Stóra-Melfell

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Engin áhrif

Lágt gildi

Búrfell

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Talsvert neikvæð

Ytri-Rangá

Gildi/einkunn:


Er heild nýtt til útivistar eða annarrar afþreyingar:


Eru óbyggð víðerni innan heildar:


Eru verndarsvæði innan heildarinnar:


Eru stærri mannvirki innan heildarinnar:


Áhrif á landslag:


Er framkvæmd innan heildar:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 1:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 2:


Er sýnileiki innan óbyggðra víðerna á tillögu 3:


Vægi áhrifa á landslagsheild:

Engin áhrif

Section
Segment

Áhrif á landslag

Áhrif vindmylla á gildi landslags eru bein, neikvæð en afturkræf þar sem unnt er að taka vindmyllur niður eftir að líftíma þeirra er lokið. Vindmyllurnar verða mjög áberandi í umhverfinu og munu hafa bein neikvæð áhrif á landslag innan landslagsheildarinnar Búrfells. Þar sem vindmyllur munu sjást frá svæðum sem skilgreind eru sem óbyggð víðerni verður um bein neikvæð áhrif að ræða á upplifun fólks og hefur það þannig áhrif á gildi heildarinnar. Áhrif eru þó mismikil eftir fjarlægð óbyggðra víðerna frá vindlundi í samræmi við skilgreind viðmið í sýnileikagreiningu.

Talsvert neikvæð áhrif

Tvær landslagsheildir eru taldar verða fyrir talsvert neikvæðum áhrifum en það eru Búrfell og Hekla. Öll helstu mannvirki Búrfellslundar eru fyrirhuguð innan landslagsheildarinnar Búrfells. Gildi landslagsheildarinnar er ekki hátt en vegna umfangsmikilla breytinga á einkennum hennar, eru áhrifin talin talsvert neikvæð á landslag. Eldfjallið Hekla er í augum margra eitt af einkennum svæðisins. Heildin hefur hæsta mögulega gildi samkvæmt landslagsgreiningunni og er staðsett nálægt Búrfellslundi, en framkvæmdir eru þó ekki fyrirhugaðar innan heildarinnar. Fyrirhugaðar vindmyllur verða mjög vel sýnilegar innan hluta heildarinnar, þar á meðal innan svæða sem skilgreind eru sem óbyggð víðerni (um 20% óbyggðra víðerna innan heildar) og eru 7 – 10 km frá fyrirhuguðum vindlundi. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 og 3 (20%) en mestur vegna tillögu 2 (22%).

Nokkuð neikvæð áhrif

Alls fimm landslagsheildir eru taldar verða fyrir nokkuð neikvæðum áhrifum.

Norðurhluti Fossheiðar er skilgreindur sem óbyggð víðerni. Á um 20% þess svæðis verða vindmyllur sjáanlegar og er það í 7 – 20 km fjarlægð. Gildi heildarinnar er nokkuð hátt og áhrif því nokkuð neikvæð. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 (22%) en mestur vegna tillögu 2 (26%).

Heljarkinn, um 58% landslagsheildarinnar er skilgreindur sem óbyggð víðerni. Vindmyllur verða sýnilegar frá um 15% þess svæðis úr 9 – 20 km fjarlægð. Gildi heildarinnar er nokkuð hátt og áhrif nokkuð neikvæð. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 (14%) en mestur vegna tillögu 2 (16%).

Friðland að Fjallabaki, um 19% landslagsheildarinnar er skilgreind sem óbyggð víðerni. Vindmyllur verða sýnilegar frá um 7% þess svæðis og úr all nokkurri fjarlægð, 15 – 20 km. Gildi heildarinnar er hátt og áhrif því nokkuð neikvæð. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 (7%) en mestur vegna tillögu 2 (9%).

Vatnafjöll, Um 28% landslagsheildarinnar er skilgreind sem óbyggð víðerni. Vindmyllur verða sýnilegar frá um 1% þess svæðis og úr allnokkurri fjarlægð, 13 – 20 km. Gildi heildarinnar er hátt og áhrif því nokkuð neikvæð. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 og 3 (1%) en mestur vegna tillögu 2 (2%).

Þjórsárdalur, um 4% lands í vesturhluta heildarinnar er skilgreint sem óbyggð víðerni. Vindmyllur munu sjást frá  um 31% þess svæðis, en úr nokkuð mikilli fjarlægð eða úr um 8 - 10 km fjarlægð. Gildi heildarinnar er nokkuð hátt og áhrif því nokkuð neikvæð. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 og 3 (31%) en mestur vegna tillögu 2 (33%).

Óveruleg áhrif

Alls tvær landslagsheildir eru taldar verða fyrir óverulegum áhrifum.

Búðarháls, þó svo að landslagsheildin einkennist að miklu leyti af virkjun og mannvirkjum tengdum Búðarhálsvirkjun teygja óbyggð víðerni sig inn í norðausturhluta heildarinnar. Heildin fær frekar lágt gildi. Sýnileiki Búrfellslundar innan óbyggðra víðerna heildarinnar er lítill, eða um 10%, og í mikilli fjarlægð, eða upp undir 16 km. Áhrif eru talin óveruleg. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 (5%) en mestur vegna tillögu 2  og 3 (13%).

Núpur, um 3% lands í norðurhluta heildarinnar er skilgreint sem óbyggð víðerni. Vindmyllur munu sjást frá 96% þess svæðis, en úr nokkuð mikilli fjarlægð eða um 10 km. Gildi heildarinnar er nokkuð lágt og áhrif því óveruleg. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna er minnstur vegna tillögu 1 (96%) en mestur vegna tillögu 2 (98%).

Engin áhrif

Stóra-MelfellValagjá og Ytri-Rangá. Þessar þrjár landslagsheildir eru ekki taldar verða fyrir áhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar sem hvorki verða mannvirki innan heildar né eru þar óbyggð víðerni.

Segment

Heildarniðurstaða

Á heildina litið er enginn munur á vægiseinkunn á milli tillaga hvað varðar áhrif á landslag. Munur er á sýnileika innan óbyggðra víðerna á milli tillaga. Hann er minnstur vegna tillögu 1, en vindmyllur verða sýnilegar innan 17% af þeim svæðum sem skilgreind eru sem óbyggð víðerni vegna þeirrar tillögu, 19% vegna tillögu 2 og 18% vegna tillögu 3.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar auk viðauka við matsskýrslu.

Í kafla 7.2 er fjallað nánar um landslag.

Matsskýrsla

186 MB PDF

Landslagsgreining

3,58 MB PDF