Section
Segment

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og er virk vöktunaráætlun í gangi á öllum stöðvum fyrirtækisins. Miðað við niðurstöður þessarar matsskýrslu eru einkenni og vægi umhverfisáhrifa ekki þess eðlis að þau kalli á vöktun umhverfisþátta. Engu að síður mun Landsvirkjun viðhafa venjubundið eftirlit á framkvæmdatíma sem felst meðal annars í að lágmarka jarðrask. Einnig er stefnt að því að vakta áhrif á fugla, landgræðslu og hljóðvist á rekstrartíma til að þekkja áhrif af starfsemi vindlundar. Þar fyrir utan áformar Landsvirkjun í samræmi við áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum að vakta þýðingarmikla umhverfisþætti í starfsemi fyrirtækisins í samræmi við umhverfisstjórnunarkerfi þess. Byggt á niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum Búrfellslundar og áherslum fyrirtækisins í umhverfismálum er áformað að vakta eftirfarandi umhverfisþætti, listað upp eftir því á hvaða stigi verkefnisins um ræðir.

Section
Segment

Hvað er vaktað?

Undirbúningstími

Verði tillaga 2 fyrir valinu verður eftirlit með því að fornleifum við norðurjaðar svæðisins verði ekki raskað. Niðurstaða matsins er að áhrif á ásýnd verði veruleg næst vindlundi en minnki þegar fjær dregur. Við útfærslu mannvirkja innan vindlundar verður hugað að áhrifum á ásýnd ásamt tæknilegum þáttum og gerð grein fyrir niðurstöðum við gerð deiliskipulags eftir því sem nákvæmni leyfir á því stigi.

Framkvæmdatími

Á framkvæmdatíma verður eftirlit með raski vegna framkvæmdanna, efnanotkun, orkunotkun, magni úrgangs ásamt öðrum þáttum sem tilgreindir verða í leyfum til framkvæmda. Við framkvæmdir, verði tillaga 2 fyrir valinu, verður þess gætt að fornminjum í jaðri svæðis verði ekki raskað en þær hafa varðveislugildi vegna aldurs og eru friðaðar samkvæmt lögum. Hafa þarf í huga viðbrögð ef fornleifar finnast við framkvæmdir í samræmi við greinar í VI. kafla laga nr. 80/2012 um menningarminjar.

Rekstrartími

Byggt á niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum áformar Landsvirkjun að standa fyrir vöktun á áflugi fugla og landgræðslu á rekstrartíma Búrfellslundar. Landsvirkjun mun einnig mæla hljóðstig á rekstrartíma vindmylla til að þekkja áhrif af starfsemi vindlundar. Þess fyrir utan eru áform um vöktun á efnisnotkun, orkunotkun, um magn úrgangs ásamt öðrum þáttum sem tilgreindir verða í rekstrarleyfum.

Segment

Drög að vöktunaráætlun fyrir Búrfellslund

Fjöldi umhverfisþátta sem verða vaktaðir getur breyst á seinni stigum í samræmi við skilyrði sem sett verða fram í leyfisveitingum eftir að mati á umhverfisáhrifum lýkur.

Section
Segment

Efnisnotkun/ Hættumerkt efni

Hvað er vaktað?

Eftirlit er með notkun hættumerktra efna. Haldin verður skrá yfir öll hættumerkt efni bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.

Ástæður vöktunar

Upplýsa starfsmenn um hættur sem stafa af notkun hættumerktra efna og tryggja rétta geymslu og meðhöndlun efnanna.

Markmið

Að tryggja öryggi starfsmanna og umhverfis.

Tíðni

Skráning við innkaup efna á framkvæmda- og rekstrartíma. Efnalisti yfirfarinn árlega.

Uppruni fyrirmæla

Lög og reglugerðir og umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar.

Segment

Orkunotkun/ eldsneyti

Hvað er vaktað?

Haldið er utan um magn eldsneytis á bifreiðar, vinnuvélar og tæki í eigu Landsvirkjunar og bílaleigubíla. Einnig skulu verktakar og þjónustuaðilar skila yfirliti yfir notkun jarðefnaeldsneytis.

Ástæður vöktunar

Að afla upplýsinga um eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni en losun er reiknuð út frá upplýsingum um kaup á eldsneyti.

Markmið

Vera meðvituð um magn eldsneytis sem keypt er í þeim tilgangi að draga úr notkun þess og að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki.

Tíðni

Samtímaskráning og mánaðarlegar upplýsingar frá verktökum á öllum tímum verkefnisins.

Uppruni fyrirmæla

Umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar.

Segment

Orkunotkun/ rafmagn

Hvað er vaktað?

Mæla árlega raforkunotkun vindlundar, þ.e. mun á vinnslu véla og þeirrar orku sem fer inn á flutningsnet Landsnets.

Ástæður vöktunar

Afla upplýsinga um raforkunotkun og minnka töp.

Markmið

Vera meðvituð um raforkunotkun í þeim tilgangi að draga úr notkuninni.

Tíðni

Árlega á rekstrartíma.

Uppruni fyrirmæla

Umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar.

Segment

Úrgangur

Hvað er vaktað?

Magn óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar og flokkaðs úrgangs sem fer til endurvinnslu. Verktökum ber að flokka úrgang og skulu skila inn yfirliti yfir magn og skil úrgangs.

Ástæður vöktunar

Að stýra flokkun og meðhöndlun úrgangs þannig að sem minnst magn fari til urðunar.

Markmið

Draga úr umhverfisáhrifum orkuvinnslunnar.

Tíðni

Samtímaskráning á framkvæmda- og rekstrartíma.

Uppruni fyrirmæla

Umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar. Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Segment

Spilliefni

Hvað er vaktað?

Skráning á magni og tegund spilliefna sem myndast og send eru til viðurkennds móttökuaðila. Verktakar skulu skila yfirliti yfir skil á spilliefnum.

Ástæður vöktunar

Að stýra því að spilliefnum sé skilað til viðurkenndra móttökuaðila.

Markmið

Draga úr umhverfisáhrifum orkuvinnslunnar.

Tíðni

Samtímaskráning á framkvæmda- og rekstrartíma.

Uppruni fyrirmæla

Reglugerðir nr. 737/2003 og nr. 184/2002.

Segment

Hávaði

Hvað er vaktað?

Jafngildishljóðstig (dB).

Ástæður vöktunar

Að rekstur vindmylla uppfylli kröfur reglugerðar nr. 724/2008.

Markmið

Að þekkja hljóðstig á svæðinu og áhrif af starfsemi vindlundarins.

Tíðni

Ákveðið á seinni stigum.

Uppruni fyrirmæla

Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum að mæla hljóðstig til að þekkja áhrif.

Segment

Landgræðsla og skógrækt

Hvað er vaktað?

Magn fræja, planta og áburðar sem notað er til uppgræðslu á vegum Landsvirkjunar.

Ástæður vöktunar

Fylgjast með uppgræðslu tengt uppbyggingu og rekstri Búrfellslundar en jarðvegsbinding getur aukið rekstraröryggi vindmyllanna.

Markmið

Að stuðla að jarðvegsbindingu og vinna að áframhaldandi landgræðslu á svæðinu í samstarfi við Landgræðsluna.

Tíðni

Árlega á meðan aðgerðir eru í gangi.

Uppruni fyrirmæla

Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum um að taka þátt í uppgræðslu til að draga úr jarðvegsrofi og sandblæstri.

Segment

Fuglar

Hvað er vaktað?

Áflug fugla á vindmyllur.

Ástæður vöktunar

Þekkt að fuglar geti flogið á vindmyllur þó niðurstöður mats á umhverfisáhrifum bendi til þess að svo verði í litlum mæli í Búrfellslundi.

Markmið

Að þekkja tíðni áflugs.

Tíðni

Samtímaskráning á rekstrartíma.

Uppruni fyrirmæla

Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum að fylgjast með áflugi og bregðast við ef áhrif eru mikil.

Segment

Fornleifar

Hvað er vaktað?

Að fornleifar við norðurjaðar tillögu 2 raskist ekki.

Áður óþekktar fornleifar.

Ástæður vöktunar

Fornleifar við norðurjaðar tillögu 2 liggja nálægt mögulegu framkvæmdasvæði og því hætta á að þær gætu raskast.

Að fylgjast með hvort áður óþekktar fornleifar finnist.

Markmið

Að friðaðar fornleifar með varðveislugildi raskist ekki.

Tíðni

Á undirbúningsstigi og við framkvæmdir ef verða nálægt fornleifunum.

Uppruni fyrirmæla

Lög nr. 80/2012.

Segment

Jarðrask

Hvað er vaktað?

Hve mikið land fer undir framkvæmdir.

Ástæður vöktunar

Að fylgjast með hve mikið land raskast vegna framkvæmda og sannreyna áætlanir á undirbúningsstigi.

Markmið

Að þekkja áhrif og að sem minnst land raskist vegna framkvæmda.

Tíðni

Á framkvæmdatíma.

Uppruni fyrirmæla

Umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 8.3. er fjallað nánar um vöktun.

Matsskýrsla

186 MB PDF