Section
Segment

Lagðar eru fram þrjár tillögur að afmörkun vindlundarins og lagt mat á áhrif þeirra á valda umhverfisþætti. Tillögurnar skarast að hluta og liggja utan náttúruverndarsvæða.

Section
Segment
  • Innan 25 km áhrifasvæðis er sýnileiki tillögu 2 mestur en minnstur fyrir tillögu 1.
  • Tillaga 2 er meira sýnileg innan óbyggðra víðerna en tillaga 1 og 3.
  • Jarðrask verður minnst vegna tillögu 1 en mest vegna tillögu 2, án færslu Landvegar.
  • Mestur náttúrulegur gróður raskast vegna tillögu 2 og einnig mest uppgræðslusvæði. Minnst af náttúrulegum gróðri raskast vegna tillögu 1. Tillaga 3 er þar á milli.
  • Tillaga 1 er talin besti kostur með tilliti til áhrifa á fugla, þar á eftir tillaga 3 en tillaga 2 sá sísti.
  • Hluti af tillögu 1 og 3 er innan hverfisverndarsvæðis en ekki tillaga 2.

Í ljósi framangreinds er það því niðurstaða matsins að tillögur 1 og 3 muni hafa minni umhverfisáhrif en tillaga 2.

Í samanburðinum er ekki sérstaklega fjallað um núllkost, en ef ekki verður ráðist í uppbyggingu Búrfellslundar mun svæðið halda áfram að þroskast út frá náttúrulegum breytingum. Orkuþörf á Íslandi þyrfti því að svara á annan hátt.

Hér að neðan eru umhverfisáhrif tillaga 1 - 3 borin saman við umfjöllun í kafla Umhverfisáhrif - náttúrufar og Umhverfisáhrif - samfélag. Lögð er áhersla á að draga fram þann mun sem er á tillögunum tveimur hvað viðkemur umhverfisáhrifum.

Section
Segment

Umhverfisáhrif - samfélag

Skuggaflökt

Tillaga 1


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á skuggaflökti er önnur en fyrir tillögu 2 og 3 vegna annarrar uppröðunar.

Tillaga 2


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á skuggaflökti er önnur en fyrir tillögu 1 og 3 vegna annarrar uppröðunar.

Tillaga 3


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á skuggaflökti er önnur en fyrir tillögu 1 og 2 vegna annarrar uppröðunar.

Ásýnd

Tillaga 1


Sýnileiki tillögu innan 25 km áhrifasvæðis (2.580 km2) er minnstur samkvæmt tillögu 1. Tillaga 1 mun sjást á um 808 km2 svæði sem nemur um 31% af heildarstærð áhrifasvæðis.

Verulega neikvæð áhrif frá línuvegi að Háafossi.

Engin áhrif á vegi inn Þjórsárdal að Stöng/Gjánni.

Nokkuð neikvæð áhrif frá Kletti.

Staðbundin talsvert neikvæð áhrif frá Stöng, annars engin.

Engin áhrif frá bílastæði við Gjánna.

Talsvert neikvæð áhrif á bílastæði við Háafoss.

Minnstur sýnileiki innan Friðlands að Fjallabaki.

Staðbundin verulega neikvæð áhrif frá göngustíg við Fossbrekkur.

Tillaga 2


Sýnileiki tillögu 2 innan 25 km áhrifasvæðis (2.931 km2) er mestur af tillögunum þremur. Tillaga 2 mun sjást á um 1011 km2 svæði sem nemur um 35% af heildarstærð áhrifasvæðis.

Talsvert neikvæð áhrif frá línuvegi að Háafossi.

Að mestu engin áhrif á vegi inn Þjórsárdal að Stöng/Gjánni. Staðbundin áhrif á kafla og nokkuð neikvæð.

Talsvert neikvæð áhrif frá Kletti.

Staðbundin verulega neikvæð áhrif frá Stöng, annars engin.

Staðbundin verulega neikvæð áhrif frá bílastæði við Gjánna.

Verulega neikvæð áhrif á bílastæði við Háafoss.

Mestur sýnileiki innan Friðlands að Fjallabaki.

Engin áhrif frá göngustíg við Fossbrekkur.

Tillaga 3


Sýnileiki tillögu 3 innan 25 km áhrifasvæðis (2.717 km2) er meiri en tillögu 1 en minni en tillögu 2. Tillaga 3 mun sjást á um 882 km2 svæði sem nemur um 33% af heildarstærð áhrifasvæðis.

Verulega neikvæð áhrif frá línuvegi að Háafossi.

Að mestu engin áhrif á vegi inn Þjórsárdal að Stöng/Gjánni.

Nokkuð neikvæð áhrif frá Kletti.

Staðbundin talsvert neikvæð áhrif frá Stöng, annars engin.

Engin áhrif frá bílastæði við Gjánna.

Talsvert neikvæð áhrif á bílastæði við Háafoss.

Minni sýnileiki innan Friðlands að Fjallabaki en fyrir tillögu 2 en meiri en fyrir tillögu 1.

Staðbundin verulega neikvæð áhrif frá göngustíg við Fossbrekkur.

Hljóðvist

Tillaga 1


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á hávaða er önnur en fyrir tillögu 2 og 3 vegna annarrar uppröðunar.

Tillaga 2


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á hávaða er önnur en fyrir tillögu 1 og 3 vegna annarrar uppröðunar.

Tillaga 3


Enginn munur á vægiseinkunn en dreifing á hávaða er önnur en fyrir tillögu 1 og 2 vegna annarrar uppröðunar.

Sveitarfélög

Tillaga 1


Verði tillaga 1 fyrir valinu munu tekjur vegna opinberra gjalda renna til Rangárþings ytra.

Tillaga 2


Verði tillaga 2 fyrir valinu munu tekjur vegna opinberra gjalda renna til Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Tillaga 3


Verði tillaga 3 fyrir valinu munu tekjur vegna opinberra gjalda renna til Rangárþings ytra.

Íbúar og ferðaþjónusta

Tillaga 1


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Tillaga 2


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Tillaga 3


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Ferðamenn

Tillaga 1


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Tillaga 2


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Tillaga 3


Ekki er talinn munur á vægi áhrifa eftir því hvaða tillaga yrði fyrir valinu.

Fornleifar

Tillaga 1


Vörður nr. 65 og nr. 67 eru utan svæðis en varða nr. 66 er á mörkum tillögu 1. Vörðurnar þrjár hafa mjög lágt minja- og varðveislugildi.

Tillaga 2


Fornleifar nr. 68 - 71 eru staðsettar við norðurjaðar tillögu 2 en ná ekki inn fyrir mörkin. Minjarnar hafa varðveislugildi vegna aldurs og eru þær friðaðar samkvæmt lögum.

Tillaga 3


Allar fornleifar verða utan svæðis tillögu 3.

Section
Segment

Umhverfisáhrif - náttúrufar

Landslag

Tillaga 1


Enginn munur á vægiseinkunn. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna minnstur vegna tillögu 1 (92 km2).

Tillaga 2


Enginn munur á vægiseinkunn. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna mestur vegna tillögu 2 (106,5 km2).

Tillaga 3


Enginn munur á vægiseinkunn. Sýnileiki innan óbyggðra víðerna  vegna tillögu 3 (97,5 km2) meiri en vegna tillögu 1 en minni en vegna tillögu 2.

Jarðmyndanir

Tillaga 1


Minnst rask verður vegna tillögu 1 en ekki er munur á vægi áhrifa.

Tillaga 2


Mest rask verður vegna tillögu 2 en ekki er munur á vægi áhrifa.

Tillaga 3


Sama rask og vegna tillögu 2 en ekki er munur á vægi áhrifa.

Gróður

Tillaga 1


Enginn munur á vægiseinkunn. Vegna tillögu 1 er það helst melgresi sem gæti raskast.

Tillaga 2


Enginn munur á vægiseinkunn. Vegna tillögu 2 verður graslendi og mosagróður á fáeinum svæðum fyrir áhrifum. Mestur náttúrulegur gróður myndi raskast með tillögu 2 og einnig mest uppgræðslusvæði birkiskóga á vegum Hekluskóga.

Tillaga 3


Enginn munur á vægiseinkunn. Vegna tillögu 3 verður graslendi og mosa­gróður á fáeinum svæðum fyrir áhrifum, en þó minni en vegna tillögu 2. Náttúrulegur gróður myndi raskast með tillögu 3, en þó minni en vegna tillögu 2 og einnig stærra uppgræðslusvæði birkiskóga á vegum Hekluskóga en vegna tillögu 1.

Fuglar

Tillaga 1


Lítill munur er talinn á tillögunum tveimur hvað viðkemur áhrif á fugla. Vægi áhrifa er það sama en talið er að tillaga 1 sé skásti kostur með tilliti til fugla.

Tillaga 2


Lítill munur er talinn á tillögunum tveimur hvað viðkemur áhrif á fugla. Vægi áhrifa er það sama en talið er að tillaga 2 sé sísti kostur með tilliti til fugla.

Tillaga 3


Lítill munur er talinn á tillögunum hvað viðkemur áhrif á fugla. Vægi áhrifa er það sama en talið er að áhrif vegna tillögu 3 sé á milli tillögu 1 og 2.

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 8.2 er fjallað nánar um samanburð tillaga.

Matsskýrsla

186 MB PDF