Section
Segment

Í mati á umhverfisáhrifum eru lagðar fram þrjár tillögur að afmörkun vindlundarins og lagt mat á áhrif þeirra á valda umhverfisþætti. Ekki er sérstaklega fjallað um núllkost, en ef ekki verður ráðist í uppbyggingu Búrfellslundar mun svæðið halda áfram að þroskast út frá náttúrulegum breytingum.

Section
Segment

Niðurstöður mats á umhverfisáhrifum

Niðurstöður sýna að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Niðurstöður sýna jafnframt að helstu neikvæðu umhverfisáhrif fyrirhugaðs Búrfellslundar verði á ásýnd. Þau áhrif tengjast beint áhrifum á landslag, nærsamfélag, ferðaþjónustu og ferðamenn.  Áhrif á hljóðvist, jarðmyndanir, gróður og fugla eru talin verða óveruleg.

Reynsla erlendis af uppbyggingu vindlunda er að tækifæri geta skapast í útivist og ferðaþjónustu samfara uppbyggingu vindlunda. Í því samhengi má benda á nýleg dæmi frá Noregi, Smøla, Ytre Vikna og Bessakerfjellet, Kaliforníu, og Skotlandi.

Samhliða uppbyggingu vindlunda á þessum eyjum byggðu sveitarfélögin upp markvissa afþreyingu fyrir ferðamennsku og útivist. Svæðin umhverfis vindlundina voru höfð opin og meðal annars byggðir upp hjóla- og göngustígar, reiðhjólaleiga, gistiaðstaða og gestastofur ásamt því að bæta aðgengi fyrir veiðiáhugamenn. Svipaða sögu má segja um uppbyggingu ferðaþjónustu samhliða uppbyggingu vindlunda í Kaliforníu (sjá viðauka 7). Einnig má benda á reynslu frá Whitelee vindlundinum skammt frá Glasgow í Skotlandi, sem er stærsti vindlundur á landi í Bretlandi. Whitelee vindlundurinn samanstendur af 215 vindmyllum með uppsett afl upp á 539 MW. Innan vindlundar eru meira en 130 km af göngu-, hjóla- og reiðstígum og þar er einnig gestastofa með sýningar- og fræðslurými ásamt veitingasölu. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila staðarins hafa um 450.000 gestir komið í gestastofuna frá árinu 2009. Ljóst er á framangreindu að vindlundur sem slíkur getur haft ákveðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Byggt á þessu telur Landsvirkjun að uppbygging Búrfellslundar geti farið saman við uppbyggingu og áframhaldandi viðgang ferðaþjónustu í nágrenni svæðisins.

Section
Segment

Samantekt umhverfisáhrif - samfélag

Skuggaflökt

Áhrif skuggaflökts frá vindmyllum í Búrfellslundi eru óveruleg.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Ásýnd

Sjónræn áhrif vindmylla eru bein, neikvæð en afturkræf þar sem unnt er að taka vindmyllur niður eftir að rekstri þeirra er hætt. Á líftíma sínum verða vindmyllurnar mjög áberandi í umhverfinu í allt að 5 km fjarlægð en þó með undantekningum. Í um 5-10 km fjarlægð eru nokkur svæði þar sem vindlundurinn verður áberandi en einnig stór svæði þar sem hann sést ekki. Í um 10 km fjarlægð og lengra eru tiltölulega fá svæði þar sem vindmyllurnar verða áberandi og þá fækkar einnig töluvert fjölda sjáanlegra vindmylla. Vindmyllurnar munu eðli málsins samkvæmt sjást á hæðum og fjöllum innan þeirrar fjarlægðar sem talið er mögulegt að sjá þær og á þetta við um allar tillögurnar. Áhrif vegna ásýndar innan áhrifasvæðis verða frá því að vera engin í það að vera verulega neikvæð næst vindlundinum.

Tillaga 1


Verulega neikvæð áhrif í 0 – 5 km fjarlægð.


Talsvert neikvæð áhrif í 5 – 10 km fjarlægð.


Nokkuð neikvæð áhrif í 10 – 25 km fjarlægð.


Óveruleg áhrif í > 25 km fjarlægð.

Tillaga 2


Verulega neikvæð áhrif í 0 – 5 km fjarlægð.


Talsvert neikvæð áhrif í 5 – 10 km fjarlægð.


Nokkuð neikvæð áhrif í 10 – 25 km fjarlægð.


Óveruleg áhrif í > 25 km fjarlægð.

Tillaga 3


Verulega neikvæð áhrif í 0 – 5 km fjarlægð.


Talsvert neikvæð áhrif í 5 – 10 km fjarlægð.


Nokkuð neikvæð áhrif í 10 – 25 km fjarlægð.


Óveruleg áhrif í > 25 km fjarlægð.

Hljóðvist

Áhrif vegna hljóðvistar eru innan marka reglugerðar um hávaða. Áhrif eru metin óveruleg fyrir allar tillögur. Landsvirkjun mun mæla hljóðstig á rekstrartíma vindmylla til að þekkja áhrif af starfsemi vindlundar.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Sveitarfélög

Talið er að uppbygging Búrfellslundar geti haft bein jákvæð áhrif á sveitarfélögin í formi atvinnu og tekna á framkvæmdatíma og tekna á rekstrartíma.

Íbúar og ferðaþjónusta

Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru talin nokkuð neikvæð með tilliti til viðhorfs þeirra. Niðurstöður viðhorfskönnunar sýna að viðhorf íbúa til Búrfellslundar eru blendin. Fyrst og fremst eru það sjónræn áhrif vindmyllanna sem íbúar hafa áhyggjur af en möguleg hávaðamengun er einnig áhyggjuefni margra. Meirihluti er þó á því að Búrfellslundur muni ekki hafa afgerandi áhrif á ferðir þeirra um svæðið að undanskyldum hestamönnum sem hafa nýtt svæðið til útreiðatúra. Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku án þess að rýra gildi núverandi ferðamennsku.

Ferðamenn

Á heildina litið verða ferðamenn fyrir ónæði á framkvæmdatíma og eins mun uppbygging mastra hafa áhrif á ásýnd og upplifun. Engu að síður telur meirihluti ferðamanna í viðhorfskönnun slíkt ekki hafa áhrif á ferðavenjur sínar um svæðið. Megin þorri þeirra ferðamenna sem leið eiga um svæðið samkvæmt rannsókninni (84%) eru annað hvort þjónustusinnar eða almennir ferðamenn. Fyrirhuguð áform munu samkvæmt rannsókninni ekki hafa áhrif á ferðahegðun um 60% ferðamanna og 7% myndu frekar koma á svæðið vegna fyrirhugaðra áforma. Um 66% telja þó að aðdráttarafl svæðisins minnki. Í ljósi þessara niðurstaðna eru áhrif á ferðamenn á svæðinu metin nokkuð neikvæð á heildina litið þar sem einnig er fámennari hópur sem myndi ekki leggja leið sína á svæðið komi til uppbyggingaráforma.

Fornleifar

Fornleifar munu ekki raskast og áhrif eru talin óveruleg. Við hönnun verður þess gætt að minjum samkvæmt tillögu 2 verði ekki raskað komi til uppbyggingar þeirrar tillögu.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Section
Segment

Samantekt umhverfisáhrif - náttúrufar

Landslag

Áhrif á landslag tengjast að mestu ásýndaráhrifum á þeim svæðum sem skilgeind eru sem óbyggð víðerni, auk beinna áhrifa í landslagsheildinni Búrfell.
Við mat á áhrifum á landslagsheildir er horft til tveggja viðmiða. Ef framkvæmdir eru fyrirhugaðar innan landslagsheilda þá hefur það áhrif á einkenni landslagsheildar. Ef óbyggð víðerni eru innan landslagsheildar (sjá töflu) og vindmyllur verða sýnilegar innan heildarinnar þá hefur það áhrif á gildi heildarinnar.
Áhrif á landslagsheildirnar 12 sem skilgreindar voru í landslagsgreiningu voru frá því að vera engin og í að vera talsvert neikvæð.
Ein landslagsheild (Búrfell) inniheldur allar helstu framkvæmdir fyrirhugaðs Búrfellslundar. Áhrif á þessa heild teljast talsvert neikvæð þar sem hún hefur lágt gildi. Áhrif á aðrar heildir tengjast ásýndaráhrifum frá óbyggðum víðernum.

Tillaga 1


Talsvert neikvæð áhrif (2)-Búrfell, Hekla


Nokkuð neikvæð áhrif (5)-Fossheiði, Friðland að Fjallabaki, Heljarkinn, Vatnafjöll, Þjórsárdalur


Óveruleg áhrif (2) – Búðarháls, Núpur


Engin áhrif (3) – Stóra – Melfell, Valagjá, Ytri - Rangá

Tillaga 2


Talsvert neikvæð áhrif (2)-Búrfell, Hekla


Nokkuð neikvæð áhrif (5)-Fossheiði, Friðland að Fjallabaki, Heljarkinn, Vatnafjöll, Þjórsárdalur


Óveruleg áhrif (2) – Búðarháls, Núpur


Engin áhrif (3) – Stóra – Melfell, Valagjá, Ytri - Rangá

Tillaga 3


Talsvert neikvæð áhrif (2)-Búrfell, Hekla


Nokkuð neikvæð áhrif (5)-Fossheiði, Friðland að Fjallabaki, Heljarkinn, Vatnafjöll, Þjórsárdalur


Óveruleg áhrif (2) – Búðarháls, Núpur


Engin áhrif (3) – Stóra – Melfell, Valagjá, Ytri - Rangá

Jarðmyndanir

Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa staðbundin áhrif á jarðmyndanir með verndargildi. Hér er um að ræða eldhraun og gervigíga sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd. Áhrifin verða varanleg þar sem jarðvegur verður fjarlægður og að hluta nýttur við efnisvinnslu í tengslum við framkvæmdir. Þar sem jarðmyndanirnar eru að mestu eða öllu leyti kaffærðar í gjósku er verndargildi þeirra takmarkað og áhrif metin óveruleg. 
Við hönnun er þess gætt að vegir og plön verði ekki umfangsmeiri en nauðsyn krefur, að geymslusvæði verði haldið í lágmarki sem og öðrum framkvæmdaþáttum. Með því er dregið úr áhrifum á umhverfisþáttinn jarðmyndanir.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Gróður

Engin náttúrufarslega verðmæt gróðurfélög á héraðs- eða landsvísu finnast á svæðinu utan birkikjarrs sem óx lengst af einangrað í Klofaey úti í Þjórsá. Því verður ekki raskað. Áhrif verða á landgræðslusvæði. Áhrif á gróður eru metin óveruleg.
Með tilliti til umhverfisáhrifa er ekki talin þörf á að hnika myllunum til frá gróðursvæðum við endanlega útfærslu Búrfellslundar. Huga þarf að því að leggja vegslóðir þannig að þær liggi sem mest á gróðurlitlum svæðum.
Horft verður til þess að nýta svarðlag þar sem raska þarf gróðri í frágang.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Fuglar

Uppbygging Búrfellslundar mun hafa í för með sér bein neikvæð áhrif á varpfugla innan svæðis og á farleiðir fugla. Þar með er hætta á áflugi fugla á vindmyllur. Í ljósi niðurstaðna ítarlegra rannsókna er talið að umfang áhrifa á heildina litið sé óverulegt. Áhrif á fugla eru því metin óveruleg.
Landsvirkjun mun vinna að vöktun á áflugi fugla og bregðast við ef áhrif eru mikil.

Tillaga 1


Óveruleg áhrif

Tillaga 2


Óveruleg áhrif

Tillaga 3


Óveruleg áhrif

Section
Segment

Matsskýrsla Búrfellslundar

Hér má sækja matsskýrslu Búrfellslundar.

Í kafla 8.1 er fjallað nánar um heildaráhrif.

Matsskýrsla

186 MB PDF