Section
Segment

Á kynningartíma frummatsskýrslu bárust alls 15 umsagnir og 59 athugasemdir frá almenningi og félagasamtökum.

Megin fjöldi þeirra athugasemda sem bárust fjölluðu um sjónræn áhrif vindmylla og þar á meðal áhrif frá ferðaleiðum og ferðamannastöðum í næsta nágrenni. Einnig var nokkuð um athugasemdir um staðsetningu Búrfellslundar.

Section
Segment

Í matsskýrslu er sett fram tillaga 3 til að koma til móts við umsagnir og athugasemdir sem fram komu við kynningu á frummatsskýrslu um víðtæk áhrif Búfellslundar á ásýnd í byggð og á ferðamannastöðum auk áhrifa á nálægum ferðamannastöðum s.s. í Áfangagili og Hólaskógi. Tillaga 3 er innan marka tillögu 1 og tillögu 2 og því ekki um nýtt svæði að ræða, heldur frekari útfærslu á þeim tillögum sem voru til skoðunar í frummatsskýrslu.

Einnig voru settar fram frekari skýringar á því til hvaða þátta var horft við staðarval Búrfellslundar eins og sjá má hér.

Section
Segment

Athugasemdum sem bárust er skipt í tvo flokka. Annars vegar eru almenn mótmæli við öllum virkjunum og háspennulínum á hálendi Íslands (41 aðili). Hins vegar eru efnislegar athugasemdir við frummatsskýrslu Búrfellslundar (18 aðilar).

Lista með þeim sem sendu inn almenn mótmæli má sjá hér.