Section
Segment

Öllum er velkomið að senda ábendingar beint til Landsvirkjunar. Netfangið er Burfellslundur@landsvirkjun.is

Section
Segment

Frummatsskýrsla

Við gerð frummatsskýrslu var haft samráð við umsagnaraðila og aðra aðila eftir þörfum.

Haft var samráð við Þjóðlendunefnd og forsætisráðuneytið haustið 2014 í tengslum við rannsókna- og nýtingarleyfi innan þjóðlendu, en forsætisráðuneytið hefur gefið út rannsóknarleyfi. Einnig var samráð haft við sveitarfélögin á svæðinu í tengslum við skipulags- og leyfismál. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafa veitt Landsvirkjun leyfi til rannsókna og nýtingar á landi innan þjóðlendu og Ásahreppur veitt leyfi til rannsókna.

Fundað var með fulltrúum Samgöngustofu og ISAVIA vegna ljósamerkinga vindmylla.

Haft var samráð við Póst- og fjarskiptastofnun um hvort fyrirhugaðar vindmyllur kunni að hafa áhrif á föst fjarskiptamerki í nágrenni við fyrirhugaðan Búrfellslund.

Einnig var samráð haft við Landsnet um tengingu fyrirhugaðs Búrfellslundar við flutningskerfi raforku.

Skipulagsstofnun auglýsti frummatsskýrslu Landsvirkjunar um Búrfellslund þann 14. október 2015. Frestur sem Skipulagsstofnun gaf umsagnaraðilum til að skila umsögnum var til 5. nóvember 2015 en almennur athugasemdafrestur var til 26.nóvember 2015. Á kynningartíma var frummatsskýrslan aðgengileg á heimasíðum (Skipulagsstofnunar, Landsvirkjunar) auk þess sem skýrslan lá frammi á skrifstofum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþingi ytra og hjá Skipulagsstofnun í sex vikur. Rafræn matsskýrsla var einnig aðgengileg á tveimur sérútbúnum stöndum sem staðsettir voru í Árnesi og í Miðjunni á Hellu.

Haldin var kynning á frummatsskýrslu fyrir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og skipulagsnefnd Rangárþings ytra ásamt sveitarstjóra.

Frummatsskýrslan var kynnt á þremur opnum íbúafundum. Fyrsti fundur var haldinn í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 22.október og mættu um 20 manns. Annar fundur var haldinn á Stracta hóteli á Hellu þann 27.október og mættu þangað rúmlega 40 manns. Þriðji opni kynningarfundurinn var haldinn á Nauthóli í Reykjavík þann 30.október og mættu þangað rúmlega 100 manns.

Á kynningartíma var umsagnaraðilum boðið upp á kynningu á niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum. Haldnir voru stakir kynningarfundir fyrir Ferðamálastofu, forsætisráðuneyti og Landvernd. 

Til viðbótar framangreindu var unnin þessi rafræna útgáfa af skýrslunni. Útgáfan var unnin að viðhöfðu samráði við Skipulagsstofnun. Með rafrænni skýrslu er umhverfismatið sett fram með nýjum og nútímalegum hætti til að gera niðurstöður rannsókna aðgengilegar fyrir almenning, tala á mannamáli og nýta tæknina til að gera verkefnið myndrænt. 

Section
Segment

Matsskýrsla

Í matsskýrslu er meðal annars lögð fram tillaga 3, til þess að koma til móts við fram komnar umsagnir og athugasemdir. Einnig hefur afli vindmylla verið breytt úr 2,5 - 3,5 MW í 3,0 - 3,5 MW og þar með hefur fjöldi breyst og er reiknað með að vindmyllur í Búrfellslundi geti orðið 58-67 talsins í stað 58-80 áður.